Algengar spurningar & þjónusta við viðskiptavini - Dangstons.se

Algengar spurningar & þjónusta við viðskiptavini

(Ef þú finnur ekki svar við þinni spurning getur þú haft samband við okkur í gegnum hlekkinn sem er neðst á síðunni.)

 

Ég vil bæta við/skipta út vörum í pöntuninni minni, hvað geri ég?

Það er að sjálfsögðu ekkert mál að breyta pöntun ef hún hefur ekki verið send af stað. Ef þú vilt hætta við kaup eða skipta um vöru fyrir aðra á sama verði, getur þú haft samband við okkur í gegnum hlekkinn sem er hér neðst á síðunni. Ef þú vilt bæta við vörum eða skipta einni út fyrir aðra á öðru verði, þá er einfaldast að hætta við pöntunina og gera nýja pöntun.

 

Hvað ef greiðslan fer ekki í gegn?

Ekkert mál, hafðu samband við okkur í gegnum hlekkinn neðst á síðunni og tölvu sérfræðingarnir okkar hafa samband við þig á innan við sólarhring.

 

Ég lagði inn pöntun sem var klúður, get ég breytt henni?

Að sjálfsögðu, svo lengi sem pöntunin hefur ekki verið send þá getum við breytt/hætt við eins og þú vilt. Ýttu á “hafa samband við okkur” lengst niðri á þessari síðu og við leysum úr þessu.

 

Hjálp, ég fékk vöru á vitlausa útgáfu, hvað geri ég?

Engar áhyggjur, við leysum úr því. Ýttu á þennan hlekk SKIPTI, SKIL & KVARTANIR til að sækja um skipti eða skil og við höfum samband innan 48 klukkustunda með frekari leiðbeiningar.

 

Ég vil kaupa vöru á útgáfu sem er ekki til hjá ykkur, er mögulegt að gera sérpantanir?

Við getum séð hvort við getum töfrað eitthvað fram fyrir þig. Heyrðu í okkur í gegnum linkinn neðst á síðunni og við kíkjum á málin.

 

Varan mín er brotin, hvað geri ég nú?

Við leysum úr því! Fylgdu leiðbeiningunum á þessum hlekk SKIPTI, SKIL & KVARTANIR og við sjáum um afganginn. 

 

Get ég hætt við pöntun sem ég var að enda við að ganga frá?

Að sjálfsögðu, svo lengi sem svo lengi sem pöntunin hefur ekki verið send þá getum við breytt/hætt við eins og þér hentar. Ýttu á “hafa samband við okkur” lengst niðri á þessari síðu og við leysum úr þessu.

 

Ég vil hætta við pöntun.

Það er leitt að heyra, við myndum gjarnan vilja heyra afhverju svo að við getum bætt þjónustu okkar. Sem viðskiptavinur hefur þú alltaf rétt til þess að hætta við pöntun innan við 14 daga frá kaupum og við aðstoðum við það. Fylgdu leiðbeiningunum á þessum hlekk SKIPTI, SKIL & KVARTANIR og við sjáum um afganginn. 

 

Ég sá aðra vöru sem mig langar meira í, get ég skipt um vöru?

Það er sjálfsagt! Leggðu inn nýja pöntun á þeirri vöru sem þú vilt og sóttu svo um að skila hinni í gegnum hlekkinn SKIPTI, SKIL & KVARTANIR.

 

Ég fékk ranga vöru senda frá ykkur, hvernig leysum við úr því?

Ohh, það er meira ruglið! Að sjálfsögðu leysum við úr því. Hafðu samband við okkur í gegnum hlekkin lengst niðri á þessari síðu og við höfum samband innan skamms.

 

Pakkinn minn hefur ekki skilað sér, hvað gerist nú?

Það kemur fyrir að póstinum seinkar, bíddu í nokkra daga og sjáðu hvort hann skili sér ekki. Ef pakkinn skilar sér ekki á innan við 5 dögum frá því að við sentum hann af stað, hafðu þá samband við okkur og við athugum málin.

Athugaðu einnig hvort heimilisfangið sem þú gafst upp hafi verið rétt og hvort nafnið þitt er á hurðinni/póstkassanum. Í flestum tilfellum sem pakki skilar sér ekki hefur heimilisfang verið slegið rangt inn, eða nafnið á póstkassanum passar ekki við nafnið á pakkanum. Ef þú sérð að um slík mistök hefur verið að ræða, hafðu þá samband við okkur og við reynum að leysa úr því.

 

Get ég komið með tillögur um hluti sem mér finnst að þið ættuð að bæta við í úrvalið?

Það máttu gjarnan gera, við viljum alltaf fá að heyra hugmyndir og hugleiðingar viðskiptavinar okkar. Sentu á okkur í gegnum hlekkinn hér að neðan.   

Ef þú hefur ekki fengið svar við þinni spurning getur þú ÝTT HÉR TIL AÐ HAFA SAMBAND