Skilareglur & ábyrgðarkröfur - Dangstons.se

Skilareglur & ábyrgðarkröfur

Skilaréttur
 
Samkvæmt lögum um fjarsölusamninga og samninga utan viðskiptasvæðis 10 (DLA) hefur þú, sem viðskiptavinur, rétt á 14 daga skilarétti eftir að þú færð vöruna í hendurnar. Þetta þýðir að þú verðir að láta okkur vita að þú sjáir eftir kaupunum innan tveggja vikna frá því að þú færð vöruna til þín.

Undantekningar fyrir skilarétt

1.1 Skilaréttur gildir ekki fyrir tölvuforrit, stýrikerfi, leiki, minniskort og hjóð- og myndauptökur ef innsigli hefur verið rofið. Ekki er hægt að skila einstaka hluta af vöru.


1.2 Þegar vörur eru keyptar í rafrænu formi t.d. hljóð- eða myndaupptökur, leikir, notkunarleyfi fyrir forrit og gjafakort, missir þú réttinn til þess að hætta við kaupin þegar þú hefur fengið rafræna aflæsingu eða leyfiskóða/leyfisupplýsingar í hendurnar.

1.3 Notaðar hreinlætisvörur og líkamstengdar vörur svo sem rakvélar, tannburstar, heyrnatól eða förðunarvörur í opnum umbúðum er ekki hægt að skila af hreinlætis ástæðum.


1.4 Matvörur, svo sem kaffipúðar í espressóvélar eða bragðefni fyrir gosvélar og fæðubótarefni, flokkast ekki undir almennan skilarétt.

1.5 Sumar rekstrarvörur eru afhentar í umbúðum með innsygli, til dæmis blekhylki fyrir prentara. Til þess að skilaréttur gildi yfir þessar vörur, þarf innsyglið að vera órofið.

Endurgreiðsla

Eftir að við höfum gengið frá vöruskilum færðu endurgreiðsluna innan 14 daga. Ef þú hefur spurningar í sambandi við endurgreiðsluna þá er þér velkomið að hafa samband við viðskiptaþjónustu okkar.Vöruskil

Ef þú vilt skila vöru þá er mikilvægt að hún sé ónotuð og ósködduð í upprunalegum umbúðum, og að hún sé í sama ástandi og þú fékkst hana. Ef þessi krafa er ekki uppfyllt þá áskilur Dangstons sér rétt til að neita vöruskilum og senda vöruna aftur til þín ásamt rukkun um 1500 krónur fyrir sendingarþjónustuna.

Ef þú velur að nýta þér skilaréttinn þá verður þú að senda vöruna aftur til okkar. Til þess að skilin gangi í gegn, verðum við að hafa fengið vöruna til baka. Þess vegna mælum við með því að þú sendir vöruna með póstþjónustu sem að er rekjanleg, sérstaklega þegar um er að ræða dýrari vörur, til þess að tryggja það að varan skili sér.

Þegar skilaréttur er nýttur áskilur Dangstons sér rétt til þess að draga frá kostnað vegna virðislækkun vöru. Til þess að koma í veg fyrir slíkan frádrátt er mikilvægt að skila vörunni í sama ástandi og hún var upphaflega. Þegar við höfum móttekið vöruna, greiðum við til baka kostnaðinn fyrir vöruna, að undanskildum sendingarkostnaði til þín.

Athugaðu að þú verður að taka á móti vörunni þinni til að geta skilað henni. Ef ekki er tekið á móti vöru færðu innheimtu upp á 3800 krónur.

Best er að skila vöru til okkar, án ástæðulausrar tafar, eigi síðar en 14 dögum eftir að þú lætur okkur vita um ákvörðun þína um að hætta við kaupin. Staðið er við skilafrest ef þú sendir vöruna til baka innan hálfs mánaðar.

Ýttu hér til að fylla út umsókn um vöruskil

Ábyrgðarkröfur

Sem viðskiptavinur okkar hefur þú þriggja ára ábyrgð frá því þú tekur á móti vöru. Samkvæmt lögum, er það þannig að ef varan skaddast á fyrstu sex mánuðum frá kaupum, er það undir seljanda að sanna það að hún hafi ekki verið gölluð fyrirfram. Eftir að sex mánuðir hafa liðið, er það kaupandi sem þarf að sanna það að varan hafi verið gölluð við kaupin. 

Tilkynna skal galla vöru á "eðlilegum tíma" frá því viðskiptavinur tekur eftir galla við vöruna. Ef þú tilkynnir galla innan við tveggja mánaða þá er það sjálfkrafa túlkað sem "eðlilegur tími" samvkæmt neytendalögum. Réttmætur og eðlilegur tími getur hinsvegar verið lengri en tveir mánuðir. Til að mynda er það gild afsökun ef þú hefur verið vant við látinn, til dæmis sem vegna veikinda eða ferðalaga.


Þegar ábyrgðarkrafa er samþykkt

Ef varan þín er með framleiðslugalla sem fellur undir verksmiðjuábyrgð (innan ábyrgðartíma), þá reynum við fyrst og fremst að gera við vöruna. Ef ekki er hægt að gera við vöruna, þá færð þú nýja eða sambærilega vöru. Hafir þú einhverjar óskir þá getur þú skrifað þær í gallalýsinguna og við tökum tillit til þeirra eins og hægt er.


Við vekjum athygli á því að viðskiptavinir fá vöru ekki endurgreidda án þess að fyrst sé reynt að gera við vöruna eða skipta henni út fyrir nýja.


Þegar ábyrgðarkrafa er ekki samþykkt

Ef við fáum vöru endursenda en finnum ekki galla við vöruna sem samræmist gallalýsingu þinni þá gætir þú fengið rukkun fyrir rannsókn á vörunni og vinnslu upp á 1900 krónur, ásamt endursendingu. Í slíkum aðstæðum yrði varan send aftur til þín.


Deilur

Ef upp koma deilur um hvernig eigi að leysa úr erindi, tekur sérstök nefnd við sem sinnir almennra kvartanna viðskiptavina og ábyrgðarkröfum, sú nefnd kallast Allmänna Reklamationsnämnden (ARN). Dangstons fylgir svo þeirri niðurstöðu sem nefndin kemst að.


Lestu meira um neytendalög hér.

Þegar þú verslar í gegnum netið fylgja DLA og Dangstons neytendalögum í einu og öllu.

Þú getur lesið meira um "lög um fjarsölusamninga og samninga utan viðskiptasvæðis" hjá Neytendastofnun, eða þú getur lesið allan lagatextann hér.

Þér er einnig velkomið að nýta vettvang fyrir kvartanir hjá Evrópska verslunarsambandinu, sem má finna á heimasíðu þeirra: http://ec.europa.eu/odr.